0,01% líkur á hvítum jólum í Danmörku

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Danir eru orðnir langþreyttir á gráum jólum, þar hefur enda ekki snjóað um jól að ráði síðan árið 1995, eða í tólf ár. Það leynist engin von í spám veðurfræðinga þetta árið, líkurnar á hvítum jólum eru sagðar 0,01%

Í Danmörku eru hvít jól almennt skilgreind sem svo að 90% af landinu sé þakið snjó, þótt eflaust hafi einhver korn fallið um jól síðan árið 1995 þá er veðurspáin fyrir þessi jól orðin leiðinlega kunnugleg í eyrum Dana. Spáð er sjö stiga hita og má búast við einhverri rigningu.

Ef vonir Dana eiga að rætast þurfa óvenjulegir hlutir að gerast að sögn Anette Nielsen, hjá veðurþjónustunni Vejr2. „Þá þarf lægð að koma og ganga suður eftir landinu og við þurfum að fá kuldann inn frá austri eða norðri. Og það gerist einfaldlega ekki."


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert