Jólagönguferð til að skoða strandað skip

Margir hafa í dag fengið sér gönguferð til að skoða …
Margir hafa í dag fengið sér gönguferð til að skoða skipið Wilson Garston sem strandaði við Helsingjaborg í gær. Reuters

Íbúar í Helsingjaborg í Svíþjóð hafa margir fengið sér jólagönguferð niður að höfn í dag þar sem 82 metra langt norskt flutningaskip strandaði í gær. Yfirstýrimaður skipsins var handtekinn í morgun en í ljós kom að hann var drukkinn í brúnni þegar skipið strandaði.

Skipið tók niðri á sandbotni rétt við brimbrjót í höfninni. Einhverjar skemmdir hafa orðið á skrokknum en enginn leki komst að því. Von er á dráttarbáti frá Kaupmannahöfn í kvöld til að reyna að draga skipið á flot á flóði.

Skipið var að flytja grjótfarm frá Noregi til Riga í Lettlandi þegar það strandaði. Átta manna rússnesk áhöfn var um borð en engan sakaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert