Páfi hvetur menn til að gefa sér tíma fyrir Guð

Benedikt páfi fær gjafir frá börnum í þjóðbúningum frá ýmsum …
Benedikt páfi fær gjafir frá börnum í þjóðbúningum frá ýmsum löndum í Péturskirkjunni í gærkvöldi. AP

Við miðnæturmessu í Péturskirkjunni í Róm hvatti Benedikt XVI páfi trúaða til að gefa sér tíma fyrir Guð og hina þurfandi í heiminum. Sagði páfi, að margir höguðu sér eins og þeir hefðu engan tíma til að næra andann.

 „Maðurinn er svo upptekinn af sjálfum sér, hann hefur svo mikla þörf fyrir allt rýmið og allan tímann fyrir sjálfan sig að ekkert er afgangs fyrir aðra, fyrir nágrannahans, fyrir hina fátæku, fyrir Guð," sagði páfi.

Hann notaði einnig tækifærið til að koma á framfæri vaxandi áhyggjum kaþólsku kirkjunnar af umhverfismálum og vísaði til guðfræðinga til forna, sem litu á hlutverk Krists sem græðara jarðar og alheimsins.

Í dag mun páfi flytja hefðbundið „Urbi et Orbi" ávarp sitt af svölum Péturskirkjunnar og flytja jólakveðjur frá Páfagarði á yfir 60 tungumálum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert