Norskt skemmtiferðaskip rakst á ísjaka

Annað skemmtiferðaskip sést hér á siglingu um suðurskautið.
Annað skemmtiferðaskip sést hér á siglingu um suðurskautið. Reuters

Engan sakaði þegar norskt skemmtiferðaskip með 318 manns innanborðs rakst á ísjaka á suðurskautinu. Að sögn eiganda skipsins er ekki um meiriháttar skemmdir að ræða. Hann segir jafnframt að vélarbilun hafi orðið til þess að skipið rakst á jakann.

Skipið, MS Fram, lenti í vandræðum um kl. 21:40 á fimmtudag að staðartíma nærri Browns Bluff á suðurskautinu. Skipið rak áfram í um fimm mínútur áður en skipið rakst á stóran ísjaka á stjórnborða.

Öllum um borð var safnað saman á einn stað og áhöfn skipsins náði að koma vélunum í gang um hálftíma síðar.

Skipið siglir nú áleiðis til Chile þar sem skemmdirnar og vélarnar verða skoðaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert