Ár liðið frá aftöku Saddams

Íraskar öryggissveitir hafa verið settar í viðbragðsstöðu þar sem ár er liðið frá því í dag að Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseti, var tekinn af lífi.

Fram kemur á fréttavef BBC að búist sé við því að stuðningsmenn hans muni koma saman í borginni Tikrit og við gröf hans, sem er þar nærri.

Saddam Hussein var hengdur eftir að hann var fundinn sekur um að hafa átt þátt í morðum á um 150 sjíum í Dujail á níunda áratug síðustu aldar.

Böðlar Saddams ögruðu honum og hæddu hann skömmu áður en þeir tóku hann af lífi. Aðfarir böðlanna þótti mikið hneyksli og vandræðalegt fyrir Íraksstjórn.

Aftakan var tekin upp á myndsíma og ekki leið á löngu þar til myndirnar voru komnar í dreifingu um allan heim. Myndirnar leiddur til þess að fjölmargir, þeirra á meðal George W. Bush Bandaríkjaforseti, gagnrýndu það hvernig staðið var að aftökunni.

Aftakan leiddi til þess að deilur milli sjíta og súnníta í Írak mögnuðust.

Saddam Hussein sést hér skömmu áður en hann var tekinn …
Saddam Hussein sést hér skömmu áður en hann var tekinn af lífi 30. desember 2006. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert