Edmund Hillary látinn

Edmund Hillary, sem fyrstur manna kleif Everestfjall, lést í dag, 88 ára að aldri. Helen Clark, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, skýrði frá þessu í Wellington í kvöld. Hillary hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin.

Hillary komst á tind Everest 29. maí árið 1953 ásamt Sherpanum  Tenzing Norgay. Hillary vann síðar önnur afrek, þar á meðal tók hann þátt í fyrsta ökutækjaleiðangrinum yfir suðurpólinn árið 1958.

„Sir Ed sagðist sjálfur vera venjulegur Nýsjálendingur með venjulega hæfileika. En í raun og veru var hann risi," sagði Clark í yfirlýsingu. „Hann var hetja sem sigraðist ekki aðeins á Everest heldur lifði lífinu af einbeitni, lítillæti og manngæsku."

Clark sagði að Hillary væri þekktasti Nýsjálendingur, sem uppi hefur verið en hann hefði einnig verið afar alþýðlegur og þekktur fyrir hreinskilni og heiðarleika. „Nýsjálendingar munu syrgja hann mjög," sagði hún.

Edmund Hillary í Nepal fyrir nokkrum árum.
Edmund Hillary í Nepal fyrir nokkrum árum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...