Norski blaðamaðurinn látinn

Afganskir lögreglumenn loka vegi við Serena hótelið í Kabúl eftir …
Afganskir lögreglumenn loka vegi við Serena hótelið í Kabúl eftir sprengjuárásina. Reuters

Norska blaðið Dagbladet greindi frá því í kvöld að blaðamaður blaðsins, sem særðist í tilræðinu í Kabúl í Afganistan í dag, væri látinn. Alls eru þá að minnsta kosti sjö manns látnir eftir tilræðið, sem liðsmenn talibanahreyfingarinnar frömdu.

Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre , var á hótelinu en sakaði ekki. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, sagði að Støre hefði verið skotmark árásarmannanna. Norska sendiráðið í Afganistan hélt fund á hótelinu er tilræðið var framið. Norskur diplómati særðist einnig alvarlega.

Blaðamaðurinn hét Carsten Thomassen og var 38 ára.

Þetta mun vera fyrsta beina atlaga talibana að hóteli í landinu frá því hreyfing þeirra var hrakin frá völdum 2001.

Að sögn norskra fjölmiðla er talið líklegt, að Støre fari heimt til Noregs á morgun þar sem of hættulegt sé fyrir hann að dvelja áfram í Afganistan.
Carsten Thomassen.
Carsten Thomassen.
Serena hótelið.
Serena hótelið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert