Gasaborg myrkvuð

Einu rafstöðinni í Gasaborg var lokað í kvöld en Ísraelsmenn hafa komið í veg fyrir að eldsneyti fyrir rafstöðina sé flutt til borgarinnar. Gasaborg er nú myrkvuð og hafa íbúar reynt að hamstra matvæli og rafhlöður þar sem þeir búast ekki við að rafmagn komist á að nýju í bráð.

Stofnun Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtök fordæmdu Ísraelsmenn en Ísraelsstjórn segir, að beina eigi gagnrýninni að herskáum samtökum Palestínumanna, sem skjóti heimatilbúnum flugskeytum á Ísrael daglega.

Ísraelsmenn lokuðu öllum landamærahliðum milli Ísraels og Gasasvæðisins í síðustu viku vegna eldflaugaárásanna og því er eldsneyti ekki flutti til Gasasvæðisins.

Stúlka með kerti í mótmælaaðgerðum gegn aðgerðum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu …
Stúlka með kerti í mótmælaaðgerðum gegn aðgerðum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert