Rændu dönskum ellilífeyrisþega í Suður-Afríku

Lögregla í Suður-Afríki hefur handtekið tvær konur og karlmann frá Úganda, sem grunuð eru um að hafa rænt 71 árs gömlum dönskum ellilífeyrisþega nálægt Höfðaborg.

Að sögn fréttavefjar Politiken fundu lögreglumenn í dag bíl Danans í bænum Gugulethu. Er lögregla að rannsaka bílinn.

Daninn heitir Preben Povlsen, verkfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins. Hann á orlofshús í Gordon's Bay og hefur dvalið þar ásamt konu sinni. Hann fór að spila golf sl. mánudag og hefur ekki sést síðan.

Blaðið hefur eftir heimamönnum, að mannrán séu ekki óalgeng á þessu svæði.

Fyrir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert