Rafmagnsleysi yfirvofandi á Gasa

Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa.
Moska á Gasa bak við ísraelska herjeppa. AP

Verið er að slökkva á helsta raforkuveri Palestínumanna vegna eldsneytisskorts, en engar vistir berast nú inn á Gasa-svæðið þar sem Ísraelar hafa lokað landamærum .

Stór hluti Gasa-borgar er nú þegar orðinn rafmagnslaus. Verlanir eru að verða uppiskroppa með kerti en meðan landamærin haldast lokuð er lítil von til þess að nokkuð verði að gert.

Herskáir Palestínumenn hafa haldið áfram eldflaugaárásum á Ísrael þrátt fyrir aðgerðir Ísraela, en Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels hefur sagt að aðgerðunum á Gasa verði ekki hætt fyrr en árásunum linni.

Alþjóðleg hjálparsamtök hafa varað við því að hörmungarástand muni skapast von bráðar ef hjálparsamtök fái ekki að fara með vistir til Palestínu. 1,4 milljónir manna búa á Gasa og eru nær allir íbúar sagðir háðir neyðaraðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert