Kerviel í haldi lögreglu

Lögreglan yfirheyrir nú franska verðbréfamiðlarann Jerome Kerviel, sem er sakaður um að hafa kostað franska bankann Societe General 4,9 milljarða evra.

Í dag var Kerviel færður á höfuðstöðvar lögreglunnar í París sem sérhæfir sig í  fjársvikamálum.

Kerviel hvarf um tíma eftir að stjórnendur bankans tilkynntu um tapið sl. fimmtudag.

Lögreglan framkvæmdi húsleit á heimili hans í úthverfi Parísar í gær og lagði jafnframt hald á vinnutölvu Kerviels og ýmis gögn í höfuðstöðvum bankans.  

Societe Generale hefur höfðað mál á hendur verðbréfamiðlaranum. Bæði lögmaður og fjölskylda Kerviels hafa haldið fram sakleysi hans.

Lögreglan gerði húsleit á heimili Kerviels í gær.
Lögreglan gerði húsleit á heimili Kerviels í gær. Reuters
Jerome Kerviel.
Jerome Kerviel. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert