Áfall fyrir Merkel

Angela Merkel, kanslari Þýsskalands á kosningfundi í Cloppenburg í norðurhluta …
Angela Merkel, kanslari Þýsskalands á kosningfundi í Cloppenburg í norðurhluta Þýskalands í síðustu viku. AP

Kristilegir demókratar (CDU) töpuðu miklu fylgi í ríkiskosningum í Hesse í Þýskalandi í gær en CDU hlaut 36,8% atkvæða. Sósíaldemókratar (SPD) hlutu 36,7% atkvæða og Vinstriflokkurinn 5,1% atkvæða. Bæði CDU og SPD eru því ófærir um að mynda meirihluta í ríkinu án samstarfs við minni flokka.

Kosningaúrslitin þykja áfall fyrir Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en Roland Koch, ríkisstjóri í Hesse, er náinn samstarfsmaður hennar. Þá er litið er á kosningarnar í Hesse sem vísbendingu um hug kjósenda til ríkisstjórnar Merkel og þykja þær gefa tóninn fyrir þingkosningar sem fram eiga að fara í landinu á næsta ári. 

Koch lagði áherslu á það í kosningabaráttu sinni að herða þurfi viðurlög við glæpum ungs fólks og gefa glæpum ungmenna af erlendum uppruna sérstakan gaum. Ypsilanti, leiðtogi SPD, lagði hins vegar áherslu á menntamál og mikilvægi þess að hækka lágmarkslaun í kosningabaráttu sinni.

Í Neðra Saxlandi tapaði CDU einnig fylgi en þó ekki jafn miklu og í Hesse. Þar hlaut CDU 68 þingsæti, SPD hlaut 48 þingsæti , Frjálsir demókratar hlutu 13 þingsæti, Græningjar 12 þingsæti og Vinstriflokkurinn 11 þingsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert