Finnsk stúlka grunuð um skipuleggja morð

Finnsk stúlka er grunuð um að hafa skipulagt morð á móður sinni með því að ráða menn til þess að drepa hana.  Móðir stúlkunnar lifði árásina af. 

Fimm manns, þar á meðal stúlkan sem er 19 ára, og tveir tvítugir menn, hafa verið handtekin og ákærð fyrir tilraun til morðs og fyrir að vera vitorðsmenn.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu fóru þrír menn á heimili fórnarlambsins þann 16.janúar og sögðu móður stúlkunnar að þeir vildu ræða við hana um mál sem varðaði dóttur hennar. 

Eftir að konan hleypti þeim inn var hún lamin í hausinn með krossboga og ör en henni tókst að sleppa með því að læsa sig úti á svölum og hrópa á hjálp.

Árásarmennirnir voru fljótlega handteknir.  Einn fannst með krossbogann en örin fannst á heimili móðurinnar.

Rannsóknarmenn fundu einnig skrifuð skilaboð frá stúlkunni þar sem hún býður fram peninga til þess að fá móður sína myrta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
Inntökupróf
Palacký University in Olomouc í Tékklandi stefnir að halda inntökupróf í tannlæk...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...