Khodorkovskí í hungurverkfall

Míkael Khodorkovskí.
Míkael Khodorkovskí. Reuters

Rússneski olíuauðjöfurinn Mikhaíl Khodorkovskí, sem situr á bak við lás og slá, er farinn í hungurverkfall til að mótmæla slæmum aðbúnaði sem meðfangi hans og fyrrverandi samstarfsmaður, er þjáist af AIDS, sætir í fangelsinu, að því er lögmaður Khodorkovskís greindi frá í dag.

Stuðningsmenn Khodorkovskís segja að umræddur meðfangi, Vasilí Aleksanjan, sé í lífshættu vegna þess að hann njóti ófullnægjandi meðhöndlunar í fangelsinu.

Aleksanjan var aðstoðarforstjóri olíufélagsins Yukos, sem Khodorkovskí var æðsti yfirmaður í þar til hann var sakfelldur 2005 fyrir umfangsmikið skjalafals og skattsvik. Gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda sögðu að réttarhöldin hafi átt sér pólitískar rætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert