Milljón Íraka hafa látið lífið af völdum stríðsins

Herþyrla Bandaríkjahers flýgur yfir Bagdad, höfuðborg Íraks.
Herþyrla Bandaríkjahers flýgur yfir Bagdad, höfuðborg Íraks. AP

Yfir milljón Íraka hefur týnt lífi í stríðinu síðan 2003 þegar Bandaríkjaher gerði innrás í landið.

Samkvæmt tölum nýrrar könnunar á vegum Opinion Research Business (ORB) og Independent Institute for Administration and Civil Society Studies (IIACSS) hefur fimmtungur íraskra heimila misst að minnsta kosti einn fjölskyldumeðlim á tímabilinu  mars 2003 til ágúst 2007 vegna átaka.

Niðurstöður könnunarinnar eru byggðar á viðtölum við 2414 Íraka og upplýsingum um síðasta manntal í landinu sem gefa til kynna að 4,05 milljónir heimila séu í landinu.

„Við gerum ráð fyrir að á tímabilinu hafi 1.033.000 manna látist af völdum átaka," segir í yfirlýsingu frá ORB.

Hæsta hlutfall látinna í landinu er í Bagdad þar sem meira en 40% heimila hafa misst fjölskyldumeðlim í stríðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert