Handritshöfundar skoða samning

Verkalýðsleiðtogar handritshöfunda í Bandaríkjunum hafa tilkynnt meðlimum aðildarfélaga sinna að búið sé að komast að bráðabirgðasamkomulagi sem gæti bundið enda á þriggja mánaða verkfall.

„Þó að samkomulagið sé hvorki fullkomið og mæti ekki öllum okkar kröfum þá hefur verkfallið skilað góðum árangri," segir í tölvupósti sem meðlimir félags handritshöfunda fengu í dag.

Að sögn BBC mun deilan snúast að mestu leyti um greiðslur fyrir verk sem dreift er á netinu.

Stjórnir aðildarfélaganna munu funda í dag og ef þær ganga að samningnum gæti verkfallinu verið aflýst á morgun og Óskarsverðlaunaafhendingin gæti þá farið fram óhindrað.

Handritshöfundar hafa verið í 3 mánaða verkfalli.
Handritshöfundar hafa verið í 3 mánaða verkfalli. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert