Rússar vara við stefnubreytingu gagnvart Georgíu

Frá Georgíu.
Frá Georgíu. DAVID MDZINARISHVILI

Rússar segjast munu breyta stefnu sinni gagnvart aðskildum héruðum í Georgíu ef Vesturlönd viðurkenna sjálfstæði Kosovo.  Rússnesk stjórnvöld hafa gefið í skyn að hugsanlega yrði brugðist við sjálfstæði Kosovo með því að viðurkenna sjálfstæði héraðanna Suður- Ossetíu og Abkhazia, í Georgíu.

Fram kemur á fréttavef BBC að stjórnvöld í Georgíu saka Rússa um að styðja bæði héruðin, til þess að grafa undan tilraunum Georgíu til þess að byggja upp sterka og sjálfstæða þjóð.

„Yfirlýsing og viðurkenning á sjálfstæði Kosovo, neyðir Rússar til þess að aðlagast í stefnu sinni gagnvart Abkhazia og suður-Ossetíu," segir í yfirlýsingur frá utanríkisráðuneyti Rússa.

Búist er við að Kosovo lýsi yfir sjálfstæði um helgina, og talið er að Bandaríkin og Evrópusambandsríkin muni viðurkenna sjálfstæði Kosvo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert