Heimboðum rignir yfir Westergaard

Kurt Westergaard
Kurt Westergaard Reuters

Heimboðum hefur rignt yfir danska teiknarann Kurt Westergaard frá því greint var frá því í fjölmiðlum í Danmörku á mánudag að honum hefði verið úthýst af hóteli sínu.  Bera forsvarsmenn hótelsins því við að ekki sé forsvaranlegt að hýsa hann þar lengur þar sem dvöl hans þar stofni öryggi annarra hótelgesta í hættu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Westergaard, sem nýtur lögregluverndar, hefur dvalið á nokkrum hótelum og í sumarbústöðum frá því upp komst um áform um að ráða hann af dögum.

„Ég átti von á þessu. Lögreglan hefur því miður ekki getað fundið annan hótel sem er tilbúið til að taka við mér þannig að ég hef engan samastað frá og með fimmtudeginum ,” segir Westergaard, sem er 73 ára, í viðtali við Berlingske Tidende eftir að hann var beðinn um að yfirgefa hótel sitt í síðasta lagi í dag.  „Ég verð bara að vona að ég þyki ekki of hættulegur fyrir sumarhúsasvæðin.”

”Ég vil gjarnan bjóða hjónunum að  dvelja í íbúð minni í Kaupmannahöfn,” segir ónefnur lesandi í bréfi til  Jyllands-Posten. “’Ég þarf bara nokkra daga til að safna hlutunum mínum saman og koma þeim upp á loft,” segir annar. Þá hefur teiknaranum verið boðið húsnæði í Búdapest og Andalúsíu. “Hér er friður og ró og engir hálfvitar,” segir í boðsbréfinu frá Andalúsíu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert