Drottningafundur í Sydneyhöfn

Tvær drottningar mættust í höfninni í Sydney í Ástralíu í  morgun. Önnur var skemmtiferðaskipið Elísabet drottning önnur, eða QE2 eins og skipið er jafnan kallað,  sem sigldi inn í  höfninni í síðasta sinn en hin var skipið Viktoría drottning, sem er aðeins tveggja mánaða gamalt og er í fyrstu hnattsiglingu sinni.

QE2 er orðin 40 ára og er í sinni síðustu siglingu. Skipið kom fyrst til Ástralíu fyrir réttum þrjátíu árum. Viktoría drottning er nú á leið til  Queensland í sinni fyrstu hnattsiglingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert