Stuðningur við Obama eykst enn

Barack Obama virðist æ líklegri til að verða forsetaframbjóðandi demókrata
Barack Obama virðist æ líklegri til að verða forsetaframbjóðandi demókrata AP

Stuðningur við öldungadeildarþingmanninn Barack Obama eykst hratt meðal bandarískra demókrata, einkum á meðal karla. Er Obama nú sá frambjóðandi sem demókratar treysta best til að sigra John McCain í forsetakosningunum í landinu í haust.

Í könnun sem New York Times og sjónvarpsstöðin CBS News létu gera styðja nu tveir þriðju karlkyns demókrata Obama og 45% kvenna, eða samtals 54% demókrata, Hillary Clinton hefur nú aðeins stuðning 38% demókrata.

Næstu forkosningar fara fram í Texas og Ohio þann 4. mars nk. Sérfræðingar eru á því að sigur í þeim geti myndi tryggja Obama framboð demókrata. Sigur Clinton myndi hins vegar að mati ráðgjafa hennar þýða áframhald kosningabaráttunnar. Það er hins vegar mjótt á mununum, Clinton er sögð eiga sigurinn vísan í Ohio, en munur á fylgi frambjóðendanna tvegga er ekki marktækur í Texas samkvæmt könnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert