Gates hvetur Tyrki til að ljúka hernaðaraðgerðum

Tyrkneskur hermaður stendur vörð við landamæri norður-Íraks og Tyrklands.
Tyrkneskur hermaður stendur vörð við landamæri norður-Íraks og Tyrklands. FATIH SARIBAS

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, hvetur yfirvöld í Tyrklandi til þess að ljúka hernaðaraðgerðum sínum í norður-Írak sem fyrst, og segir aðgerðir gegn kúrdískum aðskilnaðarsinnum ekki mega standa yfir í meira en eina eða tvær vikur. 

Þetta sagði Gates á heimsókn sinni í Nýju-Delhi, áður en hann hélt til Tyrklands.  Gates sagði að fullveldi Íraks yrði að virða og að hann myndi vara yfirvöld í Tyrklandi við því að hernaðaraðgerðir einar saman nægi ekki til þess að leysa vandamálið, heldur þyrfti einnig að huga að efnahags og pólitískum hagsmunum.

Tyrkneski herinn segist hafa fellt 153 kúrdíska uppreisnarmenn og misst 19 hermenn í átökum, sem staðið hafa yfir í norður-Írak frá því Tyrkir gerðu þar innrás fyrir tæpri viku síðan.  Greint var frá þessu á fréttavef BBC. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert