Bush hvetur til lagaundanþágu á símahlerun

George Bush, Bandaríkjaforseti.
George Bush, Bandaríkjaforseti. LARRY DOWNING

George Bush Bandaríkjaforseti hvetur Bandaríkjaþing til þess að samþykkja lagafrumvarp sem auðveldar hleranir á símtölum sem tengjast hryðjuverkarannsóknum. 

Á fréttavef BBC kemur fram að Bush segir endurnýjun laga, sem viðkoma starfsemi leyniþjónustunnar, hafa forgang og sé nauðsynleg fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Löggjöfin myndi veita þeim fjarskiptafyrirtækjum, sem hjálpuðu ríkisstjórninni eftir 11. september árásirnar í New York, afturvirka undanþágu.

Með þessum lögum geta yfirvöld í Bandaríkjunum hlerað símtöl og tölvupósta sem fara í gegnum Bandaríkin, án heimildar, en lögin voru síðast endurnýjuð í ágúst síðastliðnum. 

Nokkur mál hafa verið höfðuð gegn símafyrirtækjum síðan þá, vegna brota á persónuverndarlögum.  Bush sagði að slík málaferli auðveldi al-Qaeda að grannskoða aðferðir leyniþjónustunnar, og leiðbeindi þeim um hvernig væri hægt að forðast eftirlit. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert