Prinsinn tók þátt í bardögum

Harry prins, yngsti sonur Karls Bretaprins og Díönu hefur að sögn breska varnarmálaráðuneytisins tekið þátt í bardögum við Talibana í fremstu víglínu í Afganistan. 

Hinn 23 ára gamli prins hefur undanfarnar 10 vikur dvalið með mikilli leynd í hinu stríðshrjáða Helmland héraði í Afganistan. Hafa fjölmiðlar í Bretlandi ekki mátt segja frá veru hans þar til að koma í veg fyrir að Talibanar kæmust ekki á snoðir um veru hans þar.

Því fréttabanni var aflétt í dag er fréttunum var lekið á bandarískri vefsíðu. Gerður var samningur við breska fjölmiðla um að þeir fengju að heimsækja prinsinn i Afganistan gegn loforði um að birta ekkert um veru hans fyrr en hann væri kominn heilu og höldnu heim til Bretlands.

Þessi samningur var gerður þegar fyrirhuguð ferð prinsins til Íraks í fyrra féll niður því menn töldu að fjölmiðlaumfjöllunin myndi ógna öryggi hans og félaga hans í herdeildinni.
 

Harry prins barðist við Talibana í Afganistan.
Harry prins barðist við Talibana í Afganistan. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert