Ójafn aðgangur að fjölmiðlum

Rauða Torgið í Moskvu.
Rauða Torgið í Moskvu. mbl.is/Einar Falur

Formaður rússnesku kjörstjórnarinnar hefur viðurkennt að frambjóðendur í rússnesku kosningunum hafi ekki haft jafnan aðgang að fjölmiðlum í landinu.

Vladimír Tsjúrov, viðurkenndi í viðtali við fréttavef BBC að frambjóðendur hefðu haft misjöfn tækifæri til að koma boðskap sínum á framfæri í rússneskum fjölmiðlum. Hann sagði þó að umfjöllun fjölmiðla hafi verið sanngjörn að öðru leyti.

Gagnrýnt hefur verið að Dimitrí Medvedev, sem Vladimír Pútín, Rússlandsforseti hefur valið sem eftirmann sinn, hafi fengið mikinn tíma á rússneskum sjónvarpsstöðvum.

Búist er við því að Medvedev sigri með yfirburðum í rússnesku forsetakosningunum sem fram fara á sunnudag. Pútín er sagður munu kveðja rússnesku þjóðina sem forseti í dag, eftir átta ára embættistíð sem forseti. Fáir trúa því þó að Pútín muni hætta afskiptum af stjórnmálum er hann lætur af störfum sem forseti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert