Ísraelar yfirgefa Gaza

Búið er að kalla meirihluta Ísraelshers frá Gaza, en þar hafa harðir bardagar geisað undanfarna daga. Yfir 100 hafa fallið í átökunum og hafa margar þjóðir lýst yfir áhyggjum af ástandinu á svæðinu.

Ísraelsher hefur staðfest að meirihluti herliðsins, sem var sendur til Gaza í síðustu viku, hefur snúið aftur heim. Herinn segir að aðeins nokkrar hersveitir séu eftir, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Fimm uppreisnarmenn féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt. Alls hafa því um 100 Palestínumenn fallið í átökunum frá því á miðvikudag.

Þrír Ísraelar hafa fallið. Að sögn þarlendra stjórnvalda eru Ísraelar að verja hendur sínar gagnvart eldflaugaárásum sem gerðar eru frá Gaza.

Fjölmörg ríki hafa lýst yfir áhyggjum af aðgerðum Ísraela. Þá hefur Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, slitið öllu stjórnmálasambandi við Ísraela í mótmælaskyni.

Ísraelskur hermaður sést hér yfirgefa Gaza.
Ísraelskur hermaður sést hér yfirgefa Gaza. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert