Átök blossuðu upp á Gaza

Ísraelskur hermaður mundar vopn sitt.
Ísraelskur hermaður mundar vopn sitt. Reuters

Innrás ísraelskra hermanna inn á Gaza og átök þeirra við byssumenn skyggðu á friðarviðleitni utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezzu Rice í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs í dag. Rice átti í viðræðum við forsætisráðherra Ísraels í Jerúsalem þegar átökin blossuðu upp.

AFP fréttastofan hefur eftir palestínskum lækni að ísraelskir hermenn hafi skotið mánaðagamalt ungabarn til bana er þeir skiptust á skotum við byssumenn og að 10 manns hafi særst.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert