Herskip á hafsbotni

Minningarathafnir um 110 breska sjóliða sem fórust með HMS Hunter úti fyrir strönd Noregs í síðari heimsstyrjöld voru nýverið haldnar, eftir að flak skipsins fannst.

Flakið fannst fyrr í þessum mánuði þegar norski, breski og hollenski flotinn voru á æfingu, að því er breska varnarmálaráðuneytið greindi frá.

Hunter var tundurspillir, og annað tveggja breskra skipa sem var sökkt í orrustunni um Narvik í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, þar sem Bretar reyndu að koma í veg fyrir að Þjóðverjar tækju höfnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert