1500 kg af kókaíni gerð upptæk í Panama

Lögregla í Panama lagði hald á 1500 kíló af kókaíni í kólumbísku flutningaskipi sem var staðsett við strendur Panama, og er þetta  mesta magn sem lögregla í Panama hefur gert upptækt.  Einnig fannst talsvert magn af vopnum í skipinu. 

Tveir menn voru handteknir en talið er að þeir séu frá Kólumbíu, en þjóðerni þeirra hefur ekki verið staðfest.   Að sögn lögreglu bendir ekkert til þess að mennirnir tengist uppreisnarsveitum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert