Ban Ki-Moon gagnrýnir Ísraela

Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi árásir Ísraela á Gasa á leiðtogafundi íslamskra ríkja í Senegal í dag.  Ki-Moon sagði árásirnar hafa bitnað á saklausum borgurum og að margir hafi látið lífið vegna óhóflegra aðgerða. Hvatti hann til  tafarlauss vopnahlés.

Fram kemur á fréttavef BBC að ísraelskar herflugvélar gerðu árásir á norðurhluta Gasasvæðisins í dag eftir að Palestínumenn skutu eldflaugum yfir til Ísraels.  Eldflaugunum var skotið eftir að ísraelskir sérsveitarmenn skutu fjóra palestínska hermenn til bana í Betlehem.  Einn af þeim látnu var leiðtogi Jihad samtakanna á svæðinu.

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri SÞ.
Ban Ki-moon framkvæmdastjóri SÞ. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert