Lögregla grunuð um aðild að andláti flóttamanns

Gríðarlegur fjöldi reynir að komast til Evrópu á ólöglegan hátt
Gríðarlegur fjöldi reynir að komast til Evrópu á ólöglegan hátt Reuters

Þrír spænskir lögregluþjónar eru grunaðir um að hafa átt þátt í því að  ólöglegur innflytjandi frá Senegal drukkaði er hann reyndi að ná landi í spænsku hafnarborginni Ceuta sem er á strönd Norður-Afríku, að sögn innanríkisráðherra Spánar, Alfredo Perez Rubalcaba. 

Rubalcaba staðfesti í útvarpsviðtali í dag að rannsókn sé hafin á tildrög dauða flóttamannsins í september 2007.

Lögregluþjónarnir eru, samkvæmt spænskum fjölmiðlum, grunaðir um að hafa eyðilagt björgunarhring sem fjórir innflytjendur héngu á er þeir reyndu að ná landi við Ceuta. Drukknaði einn þeirra í kjölfarið, 29 ára gamall karlmaður frá Senegal. Rubalcaba segist vera sannfærður um að rannsóknin muni leiða í ljós sannleikann í málinu. Ef þeir reynast sekir verður réttað yfir þeim og þeim gert að greiða skaðabætur.

Samkvæmt skýrslu spænskra mannréttindasamtaka sem var gerð opinber í síðustu viku er talið að rúmlega níu hundruð flóttamenn hafi týnt lífi er þeir reyndu að komast ólöglega sjóleiðina til Spánar á síðasta ári.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert