Sirkustjald féll undan snjóþunga

Reuters

Stórt sirkustjald í norðvesturhluta Frakklands hrundi í dag undan snjóþunga. Sýning stóð yfir í tjaldinu þegar ljóst þótti að það var að leggjast saman og tókst að rýma það áður en það féll alveg en um 150 gestir og listamenn voru í tjaldinu.

Talsvert hefur snjóað í norðurhluta Evrópu um helgina.  Á meðfylgjandi mynd sjást börn leika sér í snjónum í norðurhluta Englands í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert