Fundinn sekur um að hafa sett dóttur sína í örbylgjuofn

Tvítugur karlmaður var í Texas í dag dæmdur sekur um að hafa slasað unga dóttur sína alvarlega með því að setja hana í örbylgjuofn. Kviðdómur hafnaði beiðni lögfræðings Joshua Mauldins um að hann væri ekki sakhæfur.

Dómari á eftir að kveða upp dóm yfir manninum en hann á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi.

Mauldin hélt því fram að hann hafi átt við sálræna erfiðleika að stríða er hann setti tveggja mánaða gamla dóttur sína inn í örbylgjuofn í 10-20 sekúndur í maí. Litla stúlkan brenndist alvarlega og þurfti  meðal annars að fjarlægja hluta af öðru eyranu vegna brunasára. Er hún enn í meðferð á sjúkrahúsi vegna brunasáranna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert