Ísraelsher sakaður um aftökur

Menn úr öryggissveitum Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna í Jenin á …
Menn úr öryggissveitum Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna í Jenin á Vesturbakkanum í gær. AP

Ísraelsku mannréttindasamtökin B'Tselem hafa farið fram á opinbera rannsókn á því hvernig dauða fjögurra eftirlýstra Palestínumanna bar að í Betlehem á Vesturbakkanum þann 12. mars. Mennirnir eru sagðir hafa fallið í aðgerð Ísraelshers en forsvarsmenn samtakanna segja vísbendingar benda til þess að um hreinar aftöku hafi verið að ræða. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.  

Í bréfi samtakanna til ríkissaksóknar í Ísrael segir að rannsókn samtakanna hafi leit í ljós að mennirnir hafi hvorki fallið í bardaga né á flótta. Þá segir að séu niðurstöður rannsóknar samtakanna réttar hafi herinn brotið gegn þeim úrskurði hæstaréttar landsins að hermönnum sé óheimilt að verða Palestínumönnum vísvitandi að bana, eigi þeir annarra kosta völ án þess a ógna öryggi sínu eða þjóðarhagsmunum Ísraela.  

Þá segir að samkvæmt heimildum samtakanna hafi þrír mannanna setið inni í bíl er þeir voru skotnir og að þeir hafi ekki einungis verið skotnir úr fjarlægð heldur hafi ísraelskur hermaður gengið að bíl þeirra eftir að skotið hafi verið á hann og skotið hvern og einn þeirra. Þá hafi hann einnig skotið fjórða manninn þar sem hann lá særður og óvopnaður fyrir utan bílinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert