Leituðu til Guðs fremur en lækna

Lögregla í Bandaríkjunum rannsakar nú mál ellefu ára gamallar stúlku sem lést eftir að foreldrar hennar létu hjá líða að leita læknishjálpar fyrir hana. Munu foreldrarnir hafa valið að biðja fyrir henni í fremur en að leita til læknis eftir að hún veiktist fyrir u.þ.b. mánuði.Krufning hefur leitt í ljós að stúlkan Madeline Neumann lést af völdum sykursýki sem auðveldlega hefði mátt greina og meðhöndla. Þá segja  yfirvöld að hún hafi sennilega þjáðst af mikilli ógleði, uppköstum, lystarskorti og miklum þorsta í allt að mánuð áður en hún lést.  

Móðir stúlkunnar segir fjölskylduna trúa á Biblíuna og það að lækning komi frá Guði. Hún tilheyri hins vegar engum sérstökum trúarsöfnuði og hafi í raun ekkert á móti læknum.

Þá staðhæfir hún að stúlkan hafi fyrst veikst alvarlega daginn áður en hún lést. Föðursystir stúlkunnar segir fjölskylduna hins vegar hafa vitað af veikindum hennar vikum saman og árangurslaust reynt að koma henni til hjálpar.

Stúlkan var tekin úr skóla síðastliðið haust og hefur hún notið heimakennslu síðan.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert