Múslímar hvattir til að ráðast ekki á Hollendinga

Leiðtogar múslíma í Hollandi hvöttu í gær trúbræður sína í öðrum löndum til að ráðast ekki á Hollendinga eða hollensk sendiráð til að mótmæla stuttmynd sem hollenski þingmaðurinn og hægrimaðurinn Geert Wilders hefur birt á netinu. Í stuttmyndinni, sem nefnist „Fitna“, gagnrýnir Wilders íslam, birtir myndir af hryðjuverkum íslamskra öfgamanna og tengir þau við vers í Kóraninum.

Stjórnvöld í löndum múslíma fordæmdu myndina. Jórdanskir fjölmiðlar sögðust ætla að höfða mál gegn Wilders og skoruðu á alla Jórdana að kaupa ekki hollenskar vörur í mótmælaskyni. Þeir hvöttu einnig stjórn Jórdaníu til að íhuga þann möguleika að slíta stjórnmálasambandi við Holland.

Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, fordæmdi stuttmyndina og hrósaði hollenskum múslímum fyrir að bregðast við henni „með mikilli reisn“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert