Fimm fórust í flugslysinu

Fimm manns voru um borð í vélinni sem fórst.
Fimm manns voru um borð í vélinni sem fórst. Reuters

Slökkviliðsmenn í London hafa staðfest að enginn hafi lifað flugslysið í Farnborough af, fimm menn fórust með lítilli einkaþotu sem brotlenti  þar í dag. Íbúar hússins sem gjöreyðilagðist er vélin brotlenti á því munu vera erlendis í fríi.

Samkvæmt Sky fréttastofunni fór vélin í loftið frá Biggin Hill flugvellinum og brotlenti í Farnborough skömmu eftir flugtakið en mun hafa verið að reyna að snúa aftur á flugvöllinn.

Flugmaður annarrar flugvélar sem var í loftinu á sama tíma hefur sagt við Sky fréttavefinn að hann hafi heyrt flugmann einkaþotunnar kalla „mayday" neyðarkall áður en vélin hrapaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert