Segja Hamas ábyrg fyrir árás við landamæri Gasa

Reykur yfir Gasaborg.
Reykur yfir Gasaborg. Reuters

Ísraelar segja Hamas samtökin ábyrg fyrir árás herskárra Palestínumanna við landamæri Ísrael og Gasa strandarinnar, en tveir ísraelskir borgarar og Palestínumaður létu lífið í skotárás við Nahal Oz varðstöðina.

„Hamas samtökin stjórna greinilega Gasa ströndinni.  Þeir eru ábyrgir fyrir þessari árás, sagði Mark Revev, talsmaður Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, við fréttastofu AFP.

Revev sagði Hamas samtökin halda borgurum Ísrael og Gasa í gíslingu, og að þeir hafi viljandi valið landamæri sem eru mikið notuð til þess að flytja eldsneyti inn á Gasa svæðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert