Losað um tengsl ríkis og kirkju í Noregi

Samkomulag hefur náðst um það á norska Stórþinginu að veita norsku kirkjunni aukin völd í eigin málum. Fær kirkjan m.a. að skipa biskupa án afskipta ríkisvaldsins en til þessa hefur ríkisstjórnin haft það hlutverk með höndum. Lúterstrú verður þó áfram opinber ríkistrú í Noregi.

Allir þingflokkarnir sjö í norska þinginu samþykktu þessa niðurstöðu sem gerir ráð fyrir að afskipti ríkisins af kirkjunni minnki. Prestar og starfsmenn kirkjunnar verða þó áfram á launaskrá norska ríkisins.

Um er að ræða breytingu á stjórnarskrá Noregs og tekur hún því ekki gildi fyrr en árið 2012 þar sem tvö þing þurfa að samþykkja breytinguna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert