Mannfall í loftárásum Ísraela

Palestínumenn segja að minnsta kosti átta Palestínumenn, þar af tvö börn, hafa látið lífið í loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Þrír ísraelskir hermenn og fjórir liðsmenn palestínsku Hamas samtakanna féllu einnig í átökum Ísraela og Palestínumanna í morgun. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.  

Samkvæmt heimildum Ísraelshers féllu hermennirnir þrír í átökum sem brutust út er ísraelsk hersveit fór yfir landamærin til Gasasvæðisins við Nahal Oz í morgun. Tveir Ísraelar féllu einnig í árás herskárra Palestínumanna við Nahal Oz í síðustu viku.

Hamas-liðarnir, sem féllu í morgun, féllu hins vegar í átökum við ísraelska hermenn á norðanverðu Gasasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert