Baráttan harðnar hjá Clinton og Obama

Reuters

Baráttan milli Hillary Clinton og Barack Obama, sem berjast um að verða forsetaefni bandaríska Demókrataflokksins, virðist enn vera að harðna en í kjölfar síðustu kappræðna þeirra hafa þau látið þung högg dynja hvort á öðru. 

Obama hefur látið í ljós mikla óánægju með það hvernig síðustu kappræður þeirra voru uppbyggðar af hálfu spyrjenda. Í kjölfarið sagði Clinton eftirfarandi; „Ég er búin að standa í 23 kappræðum. Ég minnist þess að hafa verið spurð erfiðra spurningu í öllum þeim kappræðum. Það fylgir. Við þurfum forseta sem berst fyrir amerísku þjóðinni og kvartar ekki og kveinar yfir of mikilli pressu og erfiðum spurningum“.  

Obama svaraði fyrir sig með því að benda á að bæði Hillary og eiginmaður hennar, fyrrum forseti Bandaríkjanna Bill Clinton, hafi kvartað yfir hlutdrægni hjá fjölmiðlum.  

„Í ljósi þess að Clinton kvartaði í síðustu kappræðum okkar yfir því að fá ávallt fyrstu spurninguna, þá finnst mér hræsnin hjá henni hreint mögnuð,“ sagði Bill Burton, talsmaður Obama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert