Sadr gefur lokaviðvörun

Íraskir og breskir hemenn í Basra í morgun
Íraskir og breskir hemenn í Basra í morgun AP

Íraski sjítaklerkurinn Muqtada al-Sadr lýsti því yfir í dag að yfirvöld í landinu hefðu nú lokatækifæri til að láta af hernaði sínum gegn stuðningsmönnum hans í borginni Basra í suðurhluta Íraks. Að öðrum kosti muni hann lýsa yfir stríði sem muni vara þar til „frelsi vinnist".

Fjórtá liðsmenn Mehdi hers Sadrs eru sagðir hafa látið lífið í átökum við íraskar og bandarískar hersveitir í Basra í nótt og í morgun en átökin munu hafa britist út er hersveitir lokuðu Hayania hverfinu til að leita þar að vopnum.

Hundruð manna féllu er hörð átök blossuðu upp í Basra fyrir þremur vikum en þau átök brutust einnig út eftir að íraskar hersveitir freistuðu þess að afvopna uppreisnarmenn í borginni, þeirra á meðal liðsmenn Mehdi-hersins.

Átökunum lauk þá eftir að yfirvöld í Írak veittu þeim þriggja daga frest til að afvopnast. Sá frestur var síðan framlengdur en engar fréttir hafa borist af því að vopn hafi verið afhent yfirvöldum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert