Greip barn sem datt út um glugga

Það er óhætt að segja, að Lisa Harrell, sem var að bera út póst í Albany í New York ríki í gærmorgun, hafi verið heppin en hún bjargaði með óvæntum hætti lífi ársgamals barns. Harrell var að setja póst inn um bréfalúgu og leit upp og sá stúlkubarn í glugga á þriðju hæð. Skyndilega féll barnið niður og lenti í fanginu á Harrell.

Þegar móðir barnsins gerði sér grein fyrir því sem gerðist hljóp hún út og hrifsaði stúlkuna af Harrell, þakkaði henni fyrir hjálpina og hraðaði sér síðan niður götuna og inn í hús þar sem móðir hennar býr.

Bráðaliðar voru síðar um daginn til að skoða barnið en ekkert amaði að því. Móðir litlu stúlkunnar verður ekki ákærð vegna málsins en hún sagði að stúlkan hefði verið í rúmi við gluggann. Móðirinn leit af dóttur sinni sem snöggvast og á meðan skreið stúlkan upp í gluggakistuna og datt út um opinn gluggann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert