Konur mega bera brjóstin í Kaupmannahöfn

Konum er nú heimilt að baða sig topplausar í sundhöllum …
Konum er nú heimilt að baða sig topplausar í sundhöllum Kaupmannahafnar. mbl.is/ Kjartan Þorbjörnsson

Konur mega nú baða sig topplausar að vild í öllum sundlaugum í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa íhugað málið gaumgæfilega og lengi hafa borgaryfirvöld ákveðið að leyfa konum að ákveða sjálfar hvort þær vilji baða sig berbrjósta eða í bikiní-toppi og heiðra þannig jafnrétti kynjanna.

Í desember á síðasta ári mótmæltu konur því að brjóst þeirra væru klámvædd með því að þvinga þær til að hylja þau og gera þannig meira úr dulúð þessa máls. Konurnar syntu berbrjósta í DGI-Byens sundhöllinni og létu fjölmiðla mynda sig berar að ofan.

Mótmælendunum þótti óréttlátt að karlar mættu bera sín brjóst en konur ekki og að brjót þeirra væru gerð að kyntáknum með þessum hætti.

Málið var samkvæmt fréttavef Berlingske Tidende rætt í ráðhúsi höfuðborgarinnar fram og aftur og niðurstaðan er sú að konur mega synda eins mikið eða lítið klædda á efrihluta líkamans og þær sjálfar kjósa.

Í fyrstu lögðu menn til að sérstökum berbrjóstatímum yrði komið upp í sundhöllum borgarinnar en þá var bent á þann möguleika að það myndi einungis lokka þá karlmenn sem hefðu sérlegan áhuga á berbrjósta konum á staðinn á þessum ákveðnum tímum og frá því var fallist. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert