Stúlka lést í árás á Gaza

Stúlkan var dóttir leiðtoga vopnaðra sveita Hamas á Gaza.
Stúlkan var dóttir leiðtoga vopnaðra sveita Hamas á Gaza. Reuters

Ísraelsher hefur átt í skærum við palestínskra vígamanna er hann réðist inn á Gaza með skriðdreka. Herinn fór að þorpinu Beit Lahiya og handtók leiðtoga vopnaðra Hamasliða en 14 ára dóttir hans varð fyrir skoti og lést. Átta aðrir létust í átökunum.

Samkvæmt frétt á fréttavef BBC var ástæðan fyrir árásinni að handtaka Hassan Marouf sem er leiðtogi Hamasliða á þessu svæði en Ísraelsher hefur neitað að tjá sig um málið.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert