Öryggi ábótavant í verksmiðjunni

Eldhafið var skelfilegt í Casablanca í gær
Eldhafið var skelfilegt í Casablanca í gær Reuters

Öryggi var ábótavant í dýnuverksmiðju sem varð eldi að bráð í Casablanca í Marokkó í gær. 55 létust í eldsvoðanum og sex eru alvarlega slasaðir. Eigandi verksmiðjunnar og sonur hans eru í haldi lögreglu en þeir eru yfirheyrðir vegna lélegs ástands öryggismála og hvers vegna dyr voru læstar þannig að fólk lokaðist inni í brennandi húsinu.

Að sögn fólks sem lifði af eldsvoðann læstu eigendur verksmiðjunnar dyrum til þess  að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í dýrmæt tæki. Lögðu þeir ofur áherslu á að bjarga veraldlegum verðmætum úr brennandi byggingunni og liggja rúmdýnur eins og hráviði um allar götur við verksmiðjuna. Þessu neita feðgarnir sem eiga og reka verksmiðjuna. 

Alls er talið að um eitt hundrað manns hafi verið í verksmiðjunni er eldurinn braust út og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka á næstu dögum.  

Dýnur liggja eins og hráviði í nágrenni verksmiðjunnar
Dýnur liggja eins og hráviði í nágrenni verksmiðjunnar Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert