Börn létust í loftskeytaárás

Frá útför þeirra sem létust í loftskeytaárásinni á Gaza í …
Frá útför þeirra sem létust í loftskeytaárásinni á Gaza í dag. Reuters

Sjö Palestínumenn létu lífið í loftskeytaárás Ísraelshers á norðurhluta Gaza í dag að sögn lækna. Á meðal hinna látnu var kona og fjögur börn hennar. Börnin voru á aldrinum 1 til 6 ára. Fjölskyldumeðlimirnir létust er eldflaug lenti á heimili þeirra í Beit Hanoun.

Samkvæmt fréttavef BBC létust einn bóndi og einn herskár Hamas-liði í öðrum árásum í dag.

Ísraelsher segir í tilkynningu að herþotur hafi ráðist á hóp byssumanna sem skutu á eftirlitssveit Ísraelsmanna en þetta landssvæði er oft notað af herskáum Palestínumönnum til að skjóta eldflaugum á Ísrael.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert