Josef Fritzl grunaður um morð

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. AP

Lögregla í Austurríki segist vera að rannsaka hugsanleg tengsl milli Josefs Fritzl, mannsins sem lokaði dóttur sína inni í jarðhýsi og gerði henni sjö börn, og óupplýsts morðmáls þar sem ung kona var myrt fyrir 22 árum.

Lík Martinu Posch fannst á bökkum vatnsins Mondsee 10 dögum eftir að hún hvarf. Hún var þá 17 ára. Austurrískt dagblað segir, að kona Fritzl hafi átt krá við vatnið þegar þetta gerðist.

Alois Lissl, lögreglustjóri, segir að verið sé að rannsaka hvort Fritzl kunni að tengjast málinu. Ekki sé þó vitað um tengsl milli Fritzl og Posch en lögregla muni kanna hvort Fritzl hafi fjarvistarsönnun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert