Eldgos færist í aukana

Eldgosið í Chaiten-fjalli í suðurhluta Chile hefur færst í aukana í dag og nær mökkurinn frá því nú þrjátíu kílómetra í loft upp. Hafa þúsundir orðið að yfirgefa heimili sín.

 

Mökkinn leggur í austur og út yfir Atlantshafið. Hefur öskufall orðið á stórum svæðinum í Chile og Argentínu. Skólum og flugvöllum í báðum löndum hefur verið lokað og fólki ráðlagt að ganga með grímur fyrir vitum.

 Gosið hófst fyrir fimm dögum, og er það fyrsta í fjallinu í níu þúsund ár, að því er eldfjallafræðingar við Smithsonian stofnunina í Washington segja.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert