Josef Fritzl skuldum vafinn

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. AP

Greint hefur verið frá því að Austurríkismaðurinn Josef Fritzl skuli andvirði 227,9 milljóna íslenskra kóna. Skuldunum mun hann m.a. safnað er hann reyndi fyrir sér í fasteignabraski. Líklegt er talið að lánadrottnar hans muni krefja fjölskyldu hans um greiðslu skuldanna í kjölfar handtöku hans. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Hermann Gruber, talsmaður borgarstjóraskrifstofu Amstetten, segir bæjaryfirvöld hafa í hyggju að veita fjölskyldunni sem mesta hjálp. Segir hann bæjaryfirvöld undir það búin að aðstoða fjölskyldunnar við að finna nýtt húsnæði og að stofnaður hafi verið bankareikningur þar sem fólk geti lagt inn fjárframlög til hennar.

Lögregla í Austurríki greindi rá því í gær að sterkar vísbendingar væru um að Josef Fritzh hafi skipulagt mánuðum og jafnval árum saman að loka dóttur sína inni áður en hann lokkaði hana niður í kjallarann þar sem hann hélt henni fanginni í 24 ár. Lögregla telur hins vegar enn að kona hans Rosemarie hafi ekki haft neina vitneskju um að Elisabeth og þrjú af sex börnum, sem hún ól föður sínum, væru í kjallaranum.

Heilsa Kerstin, 19 ára dóttur Elisabetar, sem haldið var í jarðhýsinu ásamt móður sinni og tveimur bræðrum, hefur batnað nokkuð en hún er þó enn mjög veik og er henni enn haldið sofandi.

Ekki liggur ljóst fyrir hvað amar að stúlkunni en læknar telja hugsanlegt að hún þjáist af blóðsjúkdómi sem hugsanlega megi rekja til súrefnisskorts. Þá segja læknarnir að Elisabeth og börn hennar séu að fá eðlilegan húðlit en innilokun undanfarinna ára mun hafa farið mjög illa með húð þeirra. Elisabeth mun þó hafa krafist þess að börnin fengju D-vítamín til að bæta þeim upp skortinn á sólarljósi.     

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert