10 þúsund látnir í Kína

Frá Dujiangyan borg
Frá Dujiangyan borg Reuters

Greint hefur verið frá því í ríkisfjölmiðlum í Kína að tæplega tíu þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum þar í morgun. Jarðskjálftinn, sem mældist 7,8 stig á Richter, er öflugasti jarðskjálfti sem hefur riðið yfir Kína í þrjá áratugi. Upptök hans voru í Sichuan-héraði sem er í suðvesturhluta landsins. Skjálftinn fannst víða, þar á meðal í Víetnam, Taílandi og Peking sem er í 1.500 km fjarlægð frá upptökum skjálftans.

Fjórar sýslur í Sichuan-héraði urðu verst úti í skjálftanum, þar á meðal Wenchuan sýsla þar sem skjálftinn átti upptök sín. Aurskriður loka vegum þannig að hermenn reyna að komast leiðar sinnar fótgangandi, samkvæmt ríkissjónvarpi Kína en úrhelli kemur í veg fyrir að þyrlur hersins geti lent. Herinn hefur kastað tjöldum, matvælum og lyfjum úr lofti en mikil þörf er á aðstoð heilbrigðisstarfsmanna þar sem fjöldi fólks slasaðist í jarðskjálftanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert